Getraunaleikir » Lengju appið
Það hefur aldrei verið auðveldara að tippa.
Með því að sækja Lengju appið og skrá þig inn getur þú tippað á Lengjuna, Lengjan beint og getraunaseðilinn.
Hægt er að skrá sig inn í appið með rafrænum skilríkjum.
Í appinu er t.d. hægt að:
-Kaupa getraunaseðla, tippa á leiki á Lengjunni og Lengjunni beint
-Skoða seðlana sína
-Fylgjast með úrslitum
-Skoða tölfræðina
-Skoða á stöðuna í helstu deildum
-Millifæra á spilareikning
-Skoða færslur
-Uppfæra notandaupplýsingar
-Velja sín uppáhalds lið og fá tilkynningar þegar þau eru á Lengjunni
Í hvaða símum virkar appið?
Appið virkar í tækjum sem keyra á Android stýrikerfi og iOS stýrikerfi (Apple iPhone). Fyrir síma sem ekki eru með Android eða iOS stýrikerfi er hægt að nota vefinn okkar lotto.is.
Hvernig sæki ég appið?
Appið er sótt í App Store fyrir iPhone (iOS), Sláðu inn leitarorðið „Getraunir“ og þá ætti appið að birtast efst í niðurstöðunum. Eða hér á vef Íslenskrar getspár fyrir Android. Þú getur einnig smellt á viðeigandi hlekki hér að ofan.
Þarf ég að hafa aðgang að vef Getspár / Getrauna , lotto.is og 1x2.is, til að nota appið?
Ef þú ert ekki með aðgang að 1x2.is /lotto.is byrjar þú á því að stofna slíkan aðgang í appinu. Þú auðkennir þig með rafrænum skilríkjum og gerist viðskiptavinur á örfáum mínútum.
Hvernig skrái ég mig inn í appið?
- Appið býður upp á fljótlegar og þægilegar innskráningarleiðir með fingrafari eða andlitsgreiningu í þeim tækjum sem bjóða upp á það.
- Til að leyfa innskráningu með þessum auðkenningarleiðum þarft þú fyrst að auðkenna þig með (a) notandanafni og lykilorði eða (b) með rafrænum skilríkjum.
- Athugaðu að allir sem hafa aðgang að tækinu þínu með fingrafari munu hafa aðgang að appinu veljir þú að veita þennan aðgang.
Þarf ég nýtt notandanafn og lykilorð?
Nei, til að nota appið skráir þú þig inn með sama notandanafni og lykilorði og þú gerir á lotto.is.
Hvað þarf maður að vera orðinn gamall til að geta fengið aðgang?
Notendur verða að hafa náð 18 ára aldri til að geta stofnað aðgang.