Getraunaleikir » XG
XG er getraunaseðill með 13 leikjum.
Tipparar tippa á hversu mörg mörk verða gerð í hverjum leik á seðlinum. Ef tippað er á að fjögur mörk verði gerð í leiknum þá eru úrslitin 4-0, 0-4, 3-1, 1-3 og 2-2 rétt úrslit því samanlagður fjölda marka er fjögur.
Velja þarf fjölda marka á alla 13 leiki seðilsins.
Hægt er að velja eina eða fleiri niðurstöður á hvern leik og margfaldast þá fjöldi raða á sambærilegan hátt og í 1X2.
Hér að neðan er búið að velja tvo möguleika á markatölu eins leiks af þrettán:
Valið hefur verið að leiknum ljúki með 3 eða 4 mörkum og skiptir þá engu hvort liðið eða bæði liðin skora mörkin, bara að heildartala skoraðra marka sé 3 eða 4.
Vinningar
Tryggt er að vinningsupphæðin fyrir 13 rétta verði aldrei lægri en 50 milljónir sænskra króna eða 650 milljónir Íslenskra króna og er þá miðað við að verð hverrar raðar sé 13 krónur.
Þrír aðrir vinningsflokkar eru í boði og skiptast þeir á milli þeirra sem hafa flesta leiki rétta. Þannig fá þau 2. vinning sem eru með flestar raðir réttar. 3. vinningur skiptist milli þeirra sem hafa næst flestar raðir réttar og 4. vinningur skiptist mill þeirra sem hafa þriðju flestu raðirnar réttar.
Sem dæmi er ef besti árangurinn á seðlinum er 9 réttir leikir, fá þau sem voru með 9 rétta 2. vinning, þau sem voru með 8 rétta skipta milli sín 3. vinning og þau sem voru með 7 rétta fá 4. vinning.
Þannig keppa tipparar ekki aðeins að því að ná 13 réttum heldur keppa þeir innbyrðis sín á milli um hver nær besta árangrinum.
Hér að neðan má sjá að þrír hafa verið með 13 rétta, enginn með 11 eða 12 rétta og greiðist þvi 2 vinningsflokkur til þeirra sem hafa 10 rétta og síðan koll af kolli.
XG er aðeins í boði á vefnum og í Lengjuappinu.
Síðast breytt 27. september 2022