Taktu þátt í að tilnefna Íþróttaeldhuga ársins
Um allt land leggja þúsundir sjálfboðaliða á sig ómælda vinnu, allt árið um kring til að halda starfi íþróttafélaga, íþróttahéraða og sérsambanda gangandi. Þetta eru hinir einu sönnu íþróttaeldhugar.
Í fyrsta sinn stendur til að heiðra einstakling sem verið hefur eldhugi, samhliða vali á íþróttamanni ársins. Nefnast verðlaunin Íþróttaeldhugi ársins. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeim einstaklingum sem gefið hafa tíma sinn til að efla íþróttastarfið og halda því gangandi.
Tekið verður á móti tilnefningum frá almenningi til 5. desember, en lokaákvörðun er í höndum sérstakrar valnefndar sem skipuð verður íþróttafólki.
Skilyrði er að viðkomandi hafi unnið eftirtektarvert sjálfboðastarf innan íþróttahreyfingarinnar og sé ekki launaður starfsmaður félags.
Hvern tilnefnir þú?
Þekkir þú ósérhlífinn einstakling sem með áhuga og elju hefur gefið mikið af tíma sínum til íþróttastarfsins og verið öðrum innblástur og hvatning?
0 / 1500
Upplýsingar um þig
Takk fyrir tilnefninguna
Við hlökkum til að skoða allar tilnefningar og velja úr þeim en úrslitavaldið verður í höndum sérstakrar valnefndar. Lokatilnefningar verða tilkynntar samhliða tilnefningum til Íþróttamanns ársins.
Munum svo að vera dugleg að hrósa hvert öðru fyrir alla vinnu í þágu íslenskra íþrótta!
Úps! Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlega reyndu aftur.