Umhverfisstefna Getspár/Getrauna
|
Markmið Getspár/Getrauna er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif vegna starfsemi fyrirtækjanna. Getspá/Getraunir munu vinna að stöðugum umbótum á umhverfisstarfi fyrirtækjanna og framfylgja öllum lögum og reglum sem tengjast starfsemi þeirra. Getspá/Getraunir setja sér markmið á hverju ári í tengslum við umhverfisstefnu sína. Þessi markmið fela í sér jákvæðar umbætur í umhverfisstarfi fyrirtækjanna. Þau eru mælanleg og verða birt í ársskýrslu fyrirtækjanna. Leiðarljós umhverfisstefnu Getspár/Getrauna er sjálfbær þróun sem skilgreind er þannig; „Við mætum þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum.“ |