Ábyrg spilahegðun

Íslensk getspá og Íslenskar getraunir afla fjár til handa íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og Öryrkjabandalaginu. Allur hagnaður af starfsemi fyrirtækjanna rennur til þessara aðila og gera fyrirtækin sitt besta til að hámarka hagnaðinn.

Fyrirtækin eru sér hinsvegar meðvituð um ábyrgð sína í íslensku samfélagi og gera sér grein fyrir því að starfseminni geta fylgt hættur svo sem spilafíkn. Getspá/Getraunir taka þessa ábyrgð alvarlega og hafa á undanförnum árum gripið til aðgerða sem fela það í sér að stuðla að ábyrgri spilahegðun viðskiptamanna sinna.

Á aðalfundi European Lotteries sem haldinn var í Helsinki í byrjun júní 2011 tók Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Getspár/Getrauna við staðfestingu á að fyrirtækin uppfylli staðal European Lotteries um ábyrga spilun.  Íslensk getspá og Íslenskar getraunir voru fyrstu fyrirtækin á íslenskum happdrættismarkaði til að hljóta þessa vottun.

Helstu aðgerðir fyrirtækjanna fela í sér eftirfarandi þætti:

 • Yngri enn 18 ára geta ekki spilað í leikjum fyrirtækjanna á netinu.
 • Söluaðilum er óheimilt að selja yngri en 18 ára leiki fyrirtækjanna.
 • Getspá/Getraunir takmarka upphæð sem viðskiptamenn mega spila fyrir á dag á netinu. Upphæðin er kr. 100.000-.
 • Getspá/Getraunir takmarka þá upphæð sem viðskiptamenn mega flytja inn á spilareikning sinn hvern dag. Upphæðin er kr. 200.000,- og að hámarki 500.000,- á viku.
 • Viðskiptamenn geta sjálfir takmarkað hámarksupphæðina sem þeir vilja spila fyrir á dag á netinu, svo framarlega sem hún er lægri en upphæðin sem Getspá/Getraunir ákveða.
 • Viðskiptamenn geta tekið hlé frá þátttöku í leikjum fyrirtækjanna á netinu með því að loka sjálfir fyrir aðgang sinn að leikjum fyrirtækjanna. Viðskiptamenn geta valið dagafjölda frá 1 degi eða til ákveðins dags.
 • Í sjálfsölum Getspá/Getrauna er hámarskuppæð sem hver viðskiptavinur getur keypt fyrir á dag. Upphæðin er kr. 12.000,-
 • Getspá/Getraunir geta sett inn hámarksupphæðir á ákveðna sölustaði.
 • Getspá/Getraunir tryggja á sem bestan hátt að viðskiptavinir séu sér meðvitaðir um vinningshlutfall í leikjum fyrirtækjanna.
 • Getspá/Getraunir bjóða upp á fjármálaráðgjöf fyrir þá sem vinna stóra vinninga.
 • Getspá/Getraunir taka þátt í samstarfi við Evrópulóttóin um eftirlit með óeðlilegri hegður á spilamarkaði og tryggjum þannig eins og kostur er heilbrigðan og heiðarlegan markað.
 • Hér má finna skýrslu um ábyrga spilun sem lögð var fram á ársfundum Íslenskrar getspár og Íslenksra getrauna.

Teljir þú þig eða einhvern þér nákominn eiga við spilavanda að stríða bendum við á neðangreindan vef þar sem allar upplýsingar um spilavanda og möguleg úrræði koma fram.

Ábyrg spilun