Ábyrg spilahegðun
|
Ábyrg spilun Þátttaka í Lottó og Getraunum á að vera skemmtileg og spennandi. Lykilatriðið er að spila af skynsemi, ekki of mikið og ekki um efni fram. Möguleikinn er að vinna góða vinninga en mikilvægt að átta sig á að fæstir vinna stóra vinninginn. Stærsta framlagið er stuðningur við góðan málstað sem Öryrkjabandalag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands standa fyrir. |
|
|
Netvari Mörg vefþjónustufyrirtæki bjóða upp á netvara sem er tól sem kemur í veg fyrir að börn og unglingar komist inn á óæskilegar vefsíður, til að mynda ólöglegar vefsíður sem bjóða upp á spilavélar, veðmál ofl. Síminn býður upp á Netvara og má fá allar upplýsingar hér: Netvarinn |
|||
Vinningshlutfall Aftan á leikspjöldum allra leikja kemur fram hvaða líkur eru á að viðskiptavinur fái vinning. Þessar upplýsingar eru einnig aðgengilegar á vef Getspár/Getrauna. |
|
||
Aldurstakmörk Yngri en 18 ára er óheimilt að spila í öllum leikjum Getspár/Getrauna hvort heldur sem er á netinu eða á sölustöðum. Getspá/Getraunir gæta þess að markaðssetning á vörum fyrirtækjanna miðist ekki við börn og unglinga og að auglýsingar og kynningar séu ekki birtar í miðlum eða á þeim tímum sem miðaðir eru við notkun barna og unglinga. |
|
||
Takmörk Þú getur sett takmörk á hversu háa fjárhæð þú setur inn á spilareikning þinn og þá miðað við hvern dag, hverja viku og hvern mánuð. Enn fremur hámarksupphæð sem þú vilt spila fyrir á dag. Getraunir heimila spilun upp að 100.000 krónum á dag en þú getur ákveðið að hafa þá upphæð lægri. Í sjálfsölum er hámarksupphæð sem hægt er að spila fyrir á hverjum degi kr. 12.000. |
|
||
Ráðgjöf Getspá/Getraunir bjóða upp á fjármálaráðgjöf til þeirra viðskiptavina sem vinna háar fjárhæðir hjá fyrirtækjunum. Fjármálaráðgjöfin er veitt af sérfræðingum virtrar endurskoðunarskrifstofu. Viðskiptavinum er í sjálfsvald sett hvort þeir þiggi ráðgjöf eða ekki. |
|
||
Virðum reglurnar Dr. Daníel Þór Ólason er dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, flutti fyrirlestur um ábyrga spilun sem má finna með því að smella á hlekkin hér að neðan. Skoða fyrirlestur |
|
||
Prófið Búin hafa verið til próf sem veita vísbendingar um hvort einstaklingar eigi við spilavanda eða spilafíkn að stríða. Eitt slíkt hefur verið þýtt á íslensku af Dr. Daníel Þór Ólasyni, Dr. Sigurði J. Grétarssyni og Sigríði Karen Bárudóttur. Hægt er að taka próf hér. Mikilvægt er að líta á niðurstöður prófsins sem vísbendingu en ekki endanlega niðurstöðu. Komi í ljós að þú eigir hugsanlega við spilavanda að stríða bendum við á að hafa samband við SÁÁ sem hefur boðið upp á meðferðarúrræði gegn spilavanda og spilafíkn. Enn fremur er svarað allan sólarhringinn í Hjálparsíma Rauða krossins 1717. |
|
||
Hversu mikið spila ég? |
|
||
Spila ég of mikið? Það er erfitt að segja til um hvað er að spila of mikið. Getspá/Getraunir leggja mikið upp úr því að spilað sé af ábyrgð. Það má segja að tveir þættir skipti mestu máli þegar spilað er í lotto eða tippað í getraunum. Annars vegar hversu miklum fjármunum er eytt og hins vegar hversu miklum tíma er eytt. Hvoru tveggja er afar einstaklingsbundið. Sumir hafa meiri fjárráð en aðrir og sumir meiri frítíma en aðrir. Meginreglan er samt sú að ef spilun er farin að hafa neikvæð áhrif á fjárhaginn eða á tímann sem annars væri eytt með fjölskyldu eða vinum, þá er tími til að grípa í taumana. Ekki tippa fyrir hærri fjárhæðir en þú hefur efni á að tapa og ekki eyða meiri tíma í spilun en góðu hófi gegnir. |
|
||
Að vinna upp tapið Þegar þú tapar getur stundum komið upp þörf á að tippa strax aftur, jafnvel þó þú hafir ekki ætlað það. Taktu pásu. Það er ekki skynsamlegt að spila strax aftur til að vinna upp tap og alls ekki vænlegt til árangurs. |
|
||
Hlé eða útilokun Þú getur valið að loka spilareikning þínum hjá Getspá/Getraunum í allt að þrjú ár, með því að velja hlekkinn "Ábyrg spilun" undir "Mínar síður". Þar getur þú valið að loka reikning þínum tímabundið í þann fjölda daga, mánuða eða ára sem þú kýst. Allar fjárhæðir sem kunna að vera inn á spilareikningnum eru millfærðar á það bankakort sem notað var til að leggja inn á spilareikninginn. |
|
||
Peningaþvætti Getspá/Getraunir heyra undir lög um peningaþvætti sem sett voru af Alþingi árinu 2018 en peningaþvætti er starfsemi þar sem einstaklingar reyna að koma illa fengnu fé í umferð aftur. Eru dæmi þess að glæpahringir nýti veðmálafyrirtækin og tippi á leiki þannig að hluti peningana komi alltaf aftur sem vinningur. Vel er fylgst með þessum atriðum hjá Getspá/Getraunum. |
|
||
Hagræðing úrslita Hagræðing úrslita í íþróttum er ein stærsta vá sem íþróttahreyfingin stendur frammi fyrir og er barist gegn ósómanum um allan heim. Getspá/Getraunir hafa gert samninga við stærstu sérsamböndin á Íslandi um samstarf sem beinist gegn hagræðingu úrslita. Enn fremur er Getspá/Getraunir hluti af samráðshópi gegn hagræðingu úrslita í íþróttum sem skipaður er fulltrúum íþróttahreyfingarinnar, stjórnvalda og lögreglu. Getspá/Getraunir eru svo hluti af samstarfi getraunafyrirtækja um allan heim þar sem fylgst er með óeðlilegum hreyfingum á markaði og samstarf haft við stærstu sérsamböndin í heiminum í dag. |
|
||
Spilavandi / Spilafíkn Teljir þú þig eða einhvern þér nákominn eiga við spilavanda að stríða bendum við á símanúmer hjálparlínu Rauða kross Íslands 1717 og símanúmer hjá SÁÁ 5307600, en þar geta þeir sem eiga í vanda vegna spilunnar leitað aðstoðar. Enn fremur er hægt að hringja í Getspá/Getraunir í síma 5802500 til að leita upplýsinga um möguleg úrræði. |
|