Íslensk getspá og Íslenskar getraunir eru sjálfstæð félög og hafa hvort sinn fjárhaginn.
Eignaraðilar Íslenskrar getspár eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ( 46,67%), Öryrkjabandalag Íslands (40%) og Ungmennafélag Íslands (13,33%). Hagnaðurinn af starfseminni skiptist eftir eignarhluta og hefur hver eigandi sínar sérreglur um skiptingu hagnaðar innan sinna vébanda.
Eignaraðilar Íslenskra getrauna eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (70%), Ungmennafélag Íslands (20%), Knattspyrnusamband Íslands, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþróttanefnd ríkisins (10%). Hagnaður af rekstri félagsins skiptist bæði eftir eignarhlut ásamt því sem áheit af sölu getraunaseðla rennur til íþróttahreyfingarinnar í samræmi við merkt áheit af sölu getraunaraða.
Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum í þeim tilgangi að gera síðuna betri. Nánari upplýsingar