Spurningar og svör

 

algengar spurningar og svör við þeim

Smelltu á örina til að skoða svarið

 

  • Hvað þarf ég að vera gamall til að spila í leikjum Getspár og Getrauna?
    • Viðskiptavinir þurfa að hafa náð 18 ára aldri til að geta spila með í leikjum okkar.

 

  • Hvar finn ég úrslit jólaleiks?
    • Úrslit Milljólaleiks (jólaleiks Getspár) er hægt að finna hér á síðunni undir Lottóleikir - Upplýsingar um leikina. Hér er beinn hlekkur.

 

  • Get ég notað Debetkort í stað Kreditkorts til að spila á vefnum?
    • Hægt er að nota debetkort gefin út af íslenskum bönkum. Athugið að ekki er hægt að nota fyrirtækjakort né kort sem gefin eru út erlendis.

 

  • Ég vann á stakan miða sem ég keypti á vefnum, hvernig fæ ég vinninginn borgaðann?
    • Sé vinningsupphæðin lægri en 200.000 kr. er vinningurinn lagður inn á spilareikninginn þinn. Hægt er að færa upphæðina af spilareikning inn á greiðslukort. Sé um hærri vinning að ræða höfum við samband varðandi útborgun vinnings.

 

  • Ég vann á áskriftarmiða, hvernig fæ ég vinninginn borgaðann?
    • Sé vinningsupphæðin lægri en 200.000 kr. er vinningurinn lagður beint inn á kortið þitt. Sé um hærri vinning að ræða höfum við samband varðandi útborgun vinnings.

 

  • Ég vann á miða sem ég keypti á sölustað, hvar fæ ég vinninginn greiddan?
    • Ef vinningsupphæð er lægri en 25 þúsund krónur fær vinningshafi vinninginn greiddan á næsta sölustað. Vinningar hærri en 25 þúsund krónur eru greiddir í afgreiðslu okkar á Engjavegi 6.
      Geti vinningshafi ekki komið í afgreiðslu okkar til að sækja hærri vinninga, getur hann farið á næsta sölustað þar sem hann fyllir út vinningskröfu. Vinningshafi sendir svo vinningskröfu í pósti til Íslenskrar getspár, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Þegar vinningskrafan berst okkur er vinningurinn lagður inn á bankareikning vinningshafa.
      VIÐ MÆLUM MEÐ AÐ VINNINGSKRÖFUR SÉU SENDAR Í ÁBYRGÐARPÓSTI.

 

  • Ég á inneign á spilareikning, hvernig get ég fengið hana borgaða?
    • Þú getur fært inneign frá spilareikning inn á greiðslukortið þitt. Þegar þú ert innskráður á vefinn sérðu inneignina þín efst í hægra horninu. Þú smellir þar á og finnur „Úttekt“, setur síðan inn upphæðina sem þú ætlar að taka út og smellir á „Staðfesta og halda áfram".
      Ef þú ert að nota appið þá smellir þú á táknið neðst til hægri og velur „Úttekt“ setur inn upphæð og staðfestir.
      Það er algengt að það taki tvo virka daga að berast inn á reikninginn þinn gegnum bankakerfið. Í einstaka tilfellum getur það tekið lengri tíma.

 

  • Er hægt að nota vefinn í farsíma?
    • Vefurinn virkar einnig í farsímum en er þó aðlagaður að skjá símans. Yfirvalmyndina er hægt að sjá með því að smella á línurnar þrjár efst til vinstri. Þá finnur þú innskráningu, mína síðu og stillingar með því að smella á táknið efst til hægri.
      Að öðru leiti er virkni síðunnar sú sama.
      Við bendum einnig á App fyrir farsíma sem nálgast má hér.