Spurningar og svör

 

algengar spurningar og svör við þeim

Smelltu á örina til að skoða svarið

 

 • Hvað þarf ég að vera gamall til að spila í leikjum Getspár og Getrauna?
  • Viðskiptavinir þurfa að hafa náð 18 ára aldri til að geta spila með í leikjum okkar.

 

 • Hvar finn ég úrslit jólaleiks?
  • Úrslit Milljólaleiks (jólaleiks Getspár) er hægt að finna hér á síðunni undir Lottóleikir - Upplýsingar um leikina. Hér er beinn hlekkur.

 

 • Get ég notað Debetkort í stað Kreditkorts til að spila á vefnum?
  • Hægt er að nota debetkort gefin út af íslenskum bönkum. Athugið að ekki er hægt að nota fyrirtækjakort né kort sem gefin eru út erlendis.

 

 • Ég vann á miða sem ég keypti á vefnum, hvernig fæ ég vinninginn borgaðann?
  • Sé vinningsupphæðin lægri en 100.000 kr. er vinningurinn lagður inn á spilareikninginn þinn. Hægt er að færa upphæðina af spilareikning inn á kreditkort. Sé um hærri vinning að ræða höfum við samband varðandi útborgun vinnings.

 

 • Ég vann á áskriftarmiða, hvernig fæ ég vinninginn borgaðann?
  • Sé vinningsupphæðin lægri en 100.000 kr. er vinningurinn lagður beint inn á kortið þitt. Sé um hærri vinning að ræða höfum við samband varðandi útborgun vinnings.

 

 • Er hægt að nota vefinn í farsíma?
  • Vefurinn virkar einnig í farsímum en er þó aðlagaður að skjá símans. Yfirvalmyndina er hægt að sjá með því að smella á línurnar þrjár efst til vinstri. Þá finnur þú innskráningu, mína síðu og stillingar með því að smella á táknið efst til hægri.
   Að öðru leiti er virkni síðunnar sú sama.
   Við bendum einnig á App fyrir farsíma sem nálgast má hér.