Að nota vefinn

INNSKRÁNING
Innskráning

Veljið „Innskráning“ efst í glugganum.
Skráið inn notandanafn og lykilorð, gætið þess að það skiptir máli hvort notaðir eru stórir eða litlir stafir. Veljið „Innskrá“
Ef þú hefur gleymt lykilorðinu getur þú valið "Gleymt notandanafn eða lykilorð?" og fegnið það sent í tölvupósti eða í heimabanka.

 

 

NÝSKRÁNING

Ef þú hefur ekki áður stofnað aðgang að síðunni velur þú „Nýskráning“.
Eingöngu er hægt að nýskrá með rafærnum skilríkjum. Þú skráir inn símanúmer og staðfestir auðkenninguna þegar hún berst í símann þinn. Því næst fyllir þú í alla reiti sem beðið er um og klárar skráninguna. Gættu þess vel að leggja vel á minnið notandanafn og lykilorð sem þú velur.

 

 

MÍN SÍÐA

Þegar þú hefur skráð þig inn á vefinn kemur þú inn á yfirlitssíðu þar sem þú getur séð ýmsar upplýsingar um reikninginn þinn. Þarna getur þú einnig gert breytingar s.s. lagfært upplýsingar um kreditkort og netfang.

Þarna finnur þú einnig nýjustu miða, áskriftir og færslur.  Þá er þarna einnig kafli fyrir „Ábyrga spilun“ þar er hægt að stilla upphæðir sem þú leyfir þér að spila með og getur einnig valið að loka fyrir aðgang þinn að síðunni.  Ath. þessi valkostur er ekki notaður til að segja upp áskriftum. 

Meðan þú ert innskráður getur þú fundið allar aðgerðir sem tilheyra "Mín síða" með því að fara með bendilinn yfir nafnið þitt efst í hægra horni síðunnar.

 

SPILAREIKNINGUR
Til að geta keypt miða á netinu þarftu að eiga fyrir honum á spilareikningi. Þú leggur inn á spilareikning með því að velja „Áfylling“.  Færðu inn þá upphæð sem þú ætlar að versla fyrir.
Vinningar á staka miða undir 200.000 krónum leggjast beint inn á spilareikning, ef um hærri vinninga er að ræða er haft samband við viðkomandi um útborgun vinnings.
Til að taka út af spilareikningi velur þú „Úttekt“ Færir inn upphæðina sem á að taka út og verður upphæðin flutt á sama kreditkort og verslað var fyrir
Ath. að áskriftir eru rukkaðar beint af kreditkorti og fara ekki í gegnum spilareikning.
 

Lottóleikir

Eftir að þú hefur innskráð þig ferðu með bendilinn yfir „Lottóleikir“ og velur „Spila“ í þeim leik sem ætlunin er að spila í. Þú velur tölurnar sjálfur eða tekur sjálfval. Merkir hvort þú vilt taka Jóker með. Velur fjölda vikna eða "Áskrift" og síðan „Kaupa“.

Ef þú ætlar að kaupa miða í einn til 5 útdrætti og það er næg innistæða á „Spilareikning“ staðfestir þú miðakaupin en annars færðu upplýsingar um að innistæða sé ekki næg, þá velur þú „Áfylling“ og bætir því sem á vantar inn á spilareikninginn, lokar síðan kvittuninni. Þú þarft þá að halda áfram og klára miðakaupin.

Athugaðu hvort kaupin hafi klárast með því að skoða hvort miðinn þinn kemur fram undir „Miðar“ á „Mín síða“

 

 

Áskriftir

Hægt er að kaupa áskrift í Lottó, Víkingalottó og EuroJackpot. Þú velur þínar tölur eins og greint er frá í kaflanum hér að ofan og velur "Áskrift"
Þú þarft ekki að eiga fyrir miðanum á spilareikning þar sem rukkanir fyrir áskriftir fara fram með boðgreiðslum af kreditkorti einu sinni í mánuði. Vinningar lægri en 100.000 krónur sem vinnast á áskriftarmiða leggjast beint á kreditkort áskrifanda. Haft verður samband vegna stærri vinninga.

Athugaðu hvort kaupin hafi klárast með því að skoða hvort miðinn þinn kemur fram undir „Áskriftir“ á „Mín síða“

 

Lengjan

Veldu „Getraunaleikir“ og þar undir „Lengjan“ Síðan merkir 1,X eða 2 í þrjá til tíu leiki á leikspjaldinu, velur síðan upphæð sem spila á fyrir og Kaupa“.

Ef næg innistæða er á „Spilareikning“ staðfestir þú miðakaupin en annars færðu upplýsingar um að innistæða sé ekki næg, þá velur þú „Áfylling“ og bætir því sem á vantar inn á spilareikninginn, lokar síðan kvittuninni. Þú þarft þá að halda áfram og klára miðakaupin.

Þegar merkið S er framan við leik er heimilt að velja hann stakann á leikspjald.

Aftan við suma leiki er tölustafur og ör. Þá er hægt að velja undirveðmál á viðkomandi leik.

 

 

1X2

Veldu „Getraunaleikir“ og þar undir „Enska boltann“ eða „Evrópuboltann" Síðan velur eitt eða fleiri merki í alla línur leik-spjaldsins eða velur fjölda raða og tölvuval, veldu síðan „Áfram“

Ef næg innistæða er á „Spilareikning“ staðfestir þú miðakaupin en annars færðu upplýsingar um að innistæða sé ekki næg, þá velur þú „Áfylling“ og bætir því sem á vantar inn á spilareikninginn, lokar síðan kvittuninni. Þú þarft þá að halda áfram og klára miðakaupin.

Athugaðu hvort kaupin hafi klárast með því að skoða hvort miðinn þinn kemur fram undir „Miðar“ á „Mín síða“

 

 

FYLGJAST MEÐ HVORT ÉG VINN

Hægt er að skoða miðana sína og sjá hvort vinningur hafi komið á þá á „Mín síða“. Veldu viðkomandi línu og kemur þá mynd af miðanum.

Réttar tölur eru aðgreindar frá öðrum. Ef vinningur er á miðann koma upplýsingar um það.

Áskriftir eru birtar sér og hægt að smella á áskriftarlínuna til að sjá miðann. Aftast í línunni er mynd af ruslafötu, smellt er á hana til að hætta með áskriftina.

 

Vefurinn í farsíma

Vefurinn virkar einnig í farsímum en er þó aðlagaður að skjá símans. Yfirvalmyndina er hægt að sjá með því að smella á línurnar þrjár efst til vinstri. Þá er innskráning og mína síðu og stillingar að finna með því að smella á táknið efst til hægri.
Að öðru leiti er virkni síðunnar sú sama.

Við bendum einnig á App fyrir farsíma sem nálgast má hér.