Um okkur » Fréttir

 • Akureyringur vann 18 milljónir fyrir 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Það var glúrinn tippari sem fékk 13 rétta á Enska getraunaseðlinum í gær og vann tæpar 18 milljónir króna. Tipparinn keypti miðann í getraunaappinu og er þetta hæsti vinningur sem unnist hefur á Enska getraunaseðilinn sem keyptur er í appinu. Tipparinn tvítryggði 7 leiki, þrítryggði 1 leik og var með eitt merki á 5 leikjum. Alls kostaði getraunaseðillinn 5.760 krónur. Tipparinn er frá Akureyri og er stuðningsmaður KA.

 • Lottó 5/40 - Tvöfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar Lottótölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því tvöfaldur næsta laugardag. Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 142 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, á lotto.is og einn er í áskrift.
  Þá voru tveir miðahafar með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í Olís í Borgarnesi og hinn er í áskrift

 • EuroJackpot - úrslit 14. janúar
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en tveir Finnar skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor þeirra rúmlega 154 milljónir króna.  Þá voru fimm miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver um sig rétt tæpar 22 milljónir í vinning. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Noregi, Ítalíu, Svíþjóð og Finnlandi 

  Enginn var . 1. vinning í Jókernum en tveir áskrifendur hlutu 2. vinning og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.983

 • Vikinglotto - úrslit 12. janúar
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með 1. vinning að þessu sinni, en einn fékk 2. vinning og hlýtur hann rúmlega 42 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Danmörku. 
  Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Einn miðinn var keyptur hér á heimasíðunni, lotto.is, en hinir fjórir eru allir í áskrift.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.500

 • Lottó - Áskrifandi með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Það var áskrifandi sem hafði heppnina með sér en hann var einn með 1. vinning og hlýtur rétt tæpar 10 milljónir í vinning.  Það var einnig áskrifandi sem nældi í bónusvinninginn og fær hann 435 þúsund króna vinning.  Tveir voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund, annar miðinn var keyptur í Krambúðinni í Firði, Hafnarfirði en hinn á lotto.is.

 • EuroJackpot - enginn með 1. vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Fimm miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 56,8 milljónir í vinning, tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Danmörku, einn í Noregi og einn í Ungverjalandi.  Þá voru sjö sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver um sig rúmlega 14,3 milljónir í vinning, fimm miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Danmörku og einn í Ungverjalandi.  Hins vegar var enginn með 1. vinning.

  Enginn var með 1. vinning í Jóker en tveir voru með 2. og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur.  Annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur á lotto.is.

 • Vikinglotto - 2faldur næst !
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki, 1., 2. né 3. vinningur gengu út í fyrsta útdrætti nýs árs en tveir miðahafar skiptu mér með 4. vinningi og fær hvor þeirra rúmlega 250 þúsund krónur.  Annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn í N1 við Stórahjalla í Kópavogi.

  Af Jóker er það að segja að enginn var með 1. vinning en fimm miðaeigendur voru með 2. vinning sem færir þeim 100 þúsund kall inn á bankareikninginn.  Tveir miðanna eru í áskrift, einn keyptur í Hamraborg á Ísafirði, einn í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík og einn var keyptur á lotto.is

 • Lottó 5/40 - Einn með fyrsta vinning!
  Lottó-fréttir

  Heppinn miðaeigandi var einn með allar Lottótölurnar réttar að þessu sinni og fær fyrir það rúmar 10,4 milljónir króna. Vinningsmiðinn var keyptur í Lottó appinu. Fimm skiptu bónusvinningnum á milli sín og fær hver þeirra 91.680 kr. Þrír miðanna voru keyptir í Lottó appinu, tveir eru í áskrift og einn var keyptur í Euro Market, Smiðjuvegi 2 í Kópavogi.

  Þrír miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur á heimasíðunni okkar, lotto.is.

 • EuroJackpot - úrslit 31. desember
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar í síðasta útdrætti ársins, en 6 miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hljóta þeir rúmlega 52 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Póllandi, Noregi, Danmörku, Þýskalandi og 2 í Finnlandi.
  Níu miðaeigendur voru með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 12 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Slóvakíu, Spáni, Þýskalandi, 2 í Finnlandi og 3 í Póllandi
   

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.357

 • Þrír synir, þrjár raðir og þrefaldur pottur!
  Lottó-fréttir

  Það var heppin kona á sjötugsaldri sem var ein með allar tölur réttar í Lottó á jóladag en þá var dreginn út hæsti þrefaldi pottur hingað til; rúmlega 41,1 milljón króna.