Um okkur » Fréttir

 • Vikinglotto - úrslit 23. maí
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en Norðmaður og Dani skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor rúmlega 14 milljónir króna í sinn hlut.  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk ekki heldur út og flyst vinningsuppæðin, rúmlega 3,1 milljón, yfir á sama vinningsflokk í næstu viku.

 • Nýr markaðsstjóri Getspár
  Fréttir

  Halldóra María Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Íslenskar getspár. Halldóra kemur frá Auglýsingastofunni ENNEMM þar sem hún hefur starfað frá árinu 2013. Halldóra er mjög reynslumikil á sviði markaðs- og auglýsingamála  en auk þess að starfa hjá ENNEMM í 5 ár starfaði hún sem aðstoðar útsendingar- og birtingastjóri á Skjánum, á auglýsingadeild 365 miðla, á auglýsingadeild DV og sá um bílaþáttinn Mótor á Skjánum svo eitthvað sé nefnt. Halldóra tekur við markaðsstjórastarfinu af Ingu Huld Sigurðardóttur sem sinnt hefur góðu starfi í 10 ár. Ingu Huld eru þökkuð góð störf og Halldóra boðin velkominn til starfa en hún mun hefja störf síðar í sumar.

 • Lottó - 3faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölur réttar og verður potturinn því 3faldur í næstu viku.  Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmlega 340 þúsund í vinning, miðinn er í áskrift.  Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, einn miðinn var keyptur í Baulunni í Borgarfirði, einn í Hagkaup á Akureyri og einn miðinn er í áskrift.

   

 • EuroJackpot - 2ja milljóna Jókervinningur í Þorlákshöfn
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1. vinning og verður potturinn því 9faldur í næstu viku.  Fjórir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver um sig rúmlega 77.7 milljónir króna, tveir miðanna voru keyptir í Finnlandi, einn í Hollandi og einn á Spáni.  Sjö voru með 3. vinning og fær hver þeirra tæplega 15,7 milljónir í sinn hlut, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Danmörku, Tékklandi, Finnlandi, Ungverjalandi og þrír í Þýskalandi.  Einn var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð á miðanum sínum og fær hann 2 milljónir í vinning,  miðinn var keyptur í Skálanum í Þorlákshöfn. 

 • Vikinglotto - 2ja milljóna Jókervinningur á áskriftarmiða
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með allar réttar tölur auk Víkingatölu að þessu sinni en tveir skiptu með sér 2. vinningi sem var rúmlega 29 milljónir og fær hvor um sig því rúmlega 14,5 milljónir í sinn hlut.  Annar miðinn var keyptur í Eistlandi en hinn í Noregi.  Einn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning, miðinn er í áskrift. 

 • Úrslit í Lottó, 12. maí 2018
  Lottó-fréttir

  Það stefnir í tvöfaldan Lottó pott næsta laugardag þar sem 1. vinningur gekk ekki út í kvöld. Þrír miðahafar voru þó með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 105 þúsund krónur í vinning. Einn þriggja miðahafanna var í áskrift en hinir miðarnir voru keyptir á Kríu veitingasölu á Eskifirði og Olís básnum í Keflavík.

 • Úrslit í EuroJackpot 11. maí 2018
  EuroJackpot-fréttir

  Engin var með allar tölur réttar í EuroJackpot í kvöld og stefnir því potturinn í 9,5 milljarða! Þrír voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmlega 85,5 milljón króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Danmörku og Finnlandi. Þá voru 14 miðahafar með 3. vinning og hlýtur hver tæplega 6,5 milljón króna. Miðahafarnir keyptu miðana í Danmörku, Hollandi, Króatíu, þrír miðar voru keyptir í Finnlandi og átta í Þýskalandi.

 • Vann 35,9 milljónir
  Lottó-fréttir

  Það var sérstaklega ánægjulegt fyrir starfsmenn Getspár að hringja í vinningshafann í Lottó síðasta laugardag.  Hann hafði ekki hugmynd um að hafa unnið, mundi ekki hvaða tölur hann hafði valið á fimm raða miðann sem hann hafði sett í áskrift á lotto.is í september síðastliðinn.  Þegar honum var tjáð að á þennan miða hafi hann unnið 35,9 milljónir króna, var hann sko alls ekki að trúa því.

 • Vikinglotto - áskrifandi með 3. vinning og vann 3 milljónir !
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með sex réttar tölur auk Víkingatölu og flyst því upphæð vikunnar sem nam rúmlega 914 milljónum króna yfir á 1. vinning í næstu viku.  Tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rétt tæplega 28,4 milljónir króna, annar miðinn var keyptur í Danmörku en hinn í Noregi.  Einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og hlýtur hann tæplega 3 milljónir, miðinn er í áskrift.  

 • Heppinn áskrifandi vann 35.9 milljónir í Lottó
  Lottó-fréttir

  Einn heppinn áskrifandi var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær hann 35.905.590 krónur í vinning. Þrír voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fá þeir rúmlega 172 þúsund króna vinning hver, allir miðarnir voru keyptir á lotto.is.