Um okkur » Fréttir

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar fimm tölurnar réttar að þessu sinni og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku.  Einn var með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og fær hann rúmlega 300 þúsund króna vinning, miðinn er í áskrift.  

 • EuroJackpot - 5,1 milljarður til Finnlands
  EuroJackpot-fréttir

  Það var stálheppinn Finni sem var aleinn með allar aðaltölurnar og báðar stjörnutölurnar réttar og hlýtur hann því óskiptan 1. vinning sem nam rúmlega 5,1 milljarði króna.  Fjórir miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rétt tæplega 54 milljónir króna, eigendur miðanna keyptu þá í eftirtöldum löndum; Þýskalandi, Noregi, Spáni og í Svíþjóð.  

 • Vikinglotto - stefnir í 4 milljarða!
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með allar sex aðaltölurnar og Víkingatöluna og flytjast því rúmlega 3,8 milljarðar yfir í 1. vinning í næstu viku og áætlað er að hann fari þá yfir 4 milljarða.  Heppinn miðaeigandi í Svíþjóð var einn með 2. vinning og fær hann því óskiptar rúmlega 36 milljónirnar sem voru í þeim potti.  Þrír skipu með sér hinum alíslenska 3. vinningi fær hver um sig rúmlega 600 þúsund í vinning, einn miðinn er í áskrift, annar keyptur á heimasíðunni okkar lotto.is og sá þriðji í Sunnubúðinni við Mávahlíð í Reykjavík.  

 • Tveir með 1. vinning í Lottó!
  Lottó-fréttir

  Tveir miðahafar voru með allar tölur réttar í Lottó í kvöld! Annar miðanna var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni, og hinn var keyptur í Samkaup strax, Byggðavegi, Akureyri. Miðahafarnir skipta því með sér 1. vinning og hlýtur hvor rúmlega 12 milljónir. Einn miðahafi var með bónusvinning en sá heppni var í áskrift og hlýtur rúmlega 400 þúsund krónur.

 • EuroJackpot - fimmfaldur pottur næst!
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar fimm aðaltölur og báðar stjörnutölur réttar í EuroJackpot í kvöld. Því stefnir í fimmfaldan pott í næstu viku! Tveir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hvor rúmlega 101 milljón króna en miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og Finnlandi. Þá voru fjórir með 3. vinning og voru tveir miðanna keyptir í Þýskalandi, sá þriðji í Finnlandi og fjórði í Ungverjalandi og hlýtur hver vinningshafi tæplega 18 milljónir í vinning.

 • Vikinglotto - úrslit 11. október
  Vikinglotto-fréttir

  Enn um sinn mun 1. vinningur vaxa og dafna og bætast við upphæð næstu viku. Hins vegar gekk 2. vinningur út að þessu sinni en tveir Norðmenn og einn Dani skiptu honum á milli sín og fær hver þeirra rúmlega 35,7 milljónir í sinn hlut. Áskrifandi var einn með 3. vinning - fimm réttar tölur og Víkingatöluna - og fær hann rúmar 1.8 milljónir í vinning.

   

   

   

 • Lottó - 3faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með fimm réttar tölur í Lottó og verður potturinn því þrefaldur í næstu viku. Sex skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 59.970 krónur. Miðarnir voru keyptir 10-11, Skagabraut 43, Akranesi, Samkaupum strax, Flúðum, Lotto.is og þrír í áskrift.

 • EuroJackpot - úrslit 6. október
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar fimm aðaltölurnar og báðar stjörnutölurnar réttar og verður 1. vinningur því fjórfaldur í næstu viku.  Einn var með 2. vinning og fær hann rúmar 172 milljónir kr í sinn hlut, en miðinn var keyptur á Spánni.  Fimm skiptu svo með sér 3ja vinningi og fær hver um sig rúmar 12 milljónir kr. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi og Finnlandi.

 • Stuðlar víxlast
  Getrauna-fréttir

  Vegna tæknilegra mistaka víxluðust stuðlar á leik Hattar og Stjörnunnar í Domino´s deild karla sem fram fer í kvöld. Stuðlarnir eru réttir í leikskránni sem gefin er út og er Stjarnan þar réttilega talin sigurstranglegra liðið en í sölukerfinu víxlast stuðlarnir þannig að Höttur er talið sigurstranglegra liðið. Skv. reglum Íslenskra getrauna hefur leiknum verið lokað og stuðullinn settur á 1.0 þannig að tipparar fá leikinn endurgreiddan. 

 • Víkingalottó - úrslit 4. október
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni. Tveir heppnir áskrifendur voru með fimm réttar tölur og Víkingtöluna og fá þeir rúmar 3,5 milljónir í vinning hvor. 

  Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á Lotto.is