Um okkur » Fréttir

 • Lottó 5/40 - Einn með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Einn miðaeigandi var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær sá heppni rúmlega 26 milljónir króna í vinning. Miðinn góði var keyptur hjá 10-11, Fitjum 2 í Reykjanesbæ. Fimm voru með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og fær hver þeirra 86.220 kr. í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Olis v/Gullinbrú í Reykjavík, Kaupfélagi V-Húnvetninga, Hvammstanga, Happahúsinu í Kringlunni, Reykjavík og 2 eru í áskrift.

   

 • EuroJackpot - úrslit 16. mars
  EuroJackpot-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni, en heppinn Finni var einn með 3. vinning og fær hann rúmlega 62,7 milljónir í sinn hlut. Einn var með 4 réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hann 100.000 krónur í vinning, en miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni, Reykjavík

   

 • Vikinglotto - úrslit 14.mars
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með sex réttar tölur og Víkingatöluna að þessu sinni og flyst upphæð 1. vinnings sem var rúmlega 2,9 milljarðar króna yfir á næstu viku.  Tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 16 milljónir króna, miðarnir voru báðir keyptir í Noregi.  Einn var með hinn alíslenska 3. vinning og hlýtur sá heppni 1.913.260 kr. í vinning, en miðinn var keyptur í Vikivaka, Laugavegi 5 í Reykjavík.  

 • Stálheppinn Reykvíkingur vann 52 milljónir í Lottó
  Lottó-fréttir

  Eigandi vinningsmiðans sem auglýst hefur verið eftir undanfarið hefur nú heimsótt okkur í Laugardalinn, með miðann meðferðis.  Þessi verðmæti miði var keyptur í Póló á Bústaðavegi í Reykjavík um miðjan febrúar og er með vinning upp á rúmar 52 skattfrjálsar milljónir.  

 • Tvöfaldur risapottur á Miðvikudagsseðlinum
  Getrauna-fréttir

  Það er tvöfaldur risapottur á Miðvikudagsseðlinum og er hann áætlaður um 50 milljónir króna. Vinningsupphæðir fyrir 10 og 11 rétta á Sunnudagsseðlinum náðu ekki lágmarksupphæð og því bætast þær við vinninginn fyrir 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum. Athugið að lokað er fyrir sölu á Miðvikudagsseðlinum kl. 15.00 á fimmtudag. 

 • Einn með 1. vinning í Jóker en þrefaldur Lottópottur næst
  Lottó-fréttir

  Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í þrefaldan pott næsta laugardag! Fjórir voru með bónusvinninginn og hlýtur hver rúmlega 93 þúsund krónur. Tveir vinningshafanna keyptu miðana hér á lotto.is, einn í Iceland í Reykjanesbæ og var fjórði vinningshafinn áskrifandi að Lottó. Einn miðahafi hreppti 1. vinning í Jóker og fær 2 milljónir króna í sinn hlut en sá heppni er áskrifandi að Lottó.

 • Einn með 1. vinning í EuroJackpot 9. mars
  EuroJackpot-fréttir

  Það var einn miðahafi sem keypti miðann í Berlín, Þýskalandi, með allar tölur og báðar stjörnutölur réttar í EuroJackpot í kvöld. Því hreppir hann 1. vinninginn í heild sinni og hlýtur rúmlega 5.236 milljónir króna! Sex miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver rúmlega 39 milljón krónur.  Þá voru sex heppnir miðahafar með 3. vinning og hlýtur hver þeirra um 13,7 milljón krónur. Allir miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Þjóðverjar voru sannarlega með heppnina með sér.

 • Vikinglotto - 3. vinningur í Ísbúðinni Akureyri
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með sex réttar tölur og Víkingatöluna og flyst því upphæð 1. vinnings sem nam rúmlega 2,7 milljörðum króna yfir á næstu viku.  Tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 65 milljónir króna, miðarnir voru báðir keyptir í Noregi.  Einn var með hinn alíslenska 3. vinning og hlýtur sá heppni rúmlega 5,4 milljónir í vinning, miðann sinn keypti hann í Ísbúðinni á Glerártorgi á Akureyri.  

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar fimm aðaltölurnar réttar og verður 1. vinningur því 2faldur í næstu viku.  Einn var með bónusvinninginn og hlýtur rúmlega 340 þúsund í vinning, miðinn er í áskrift. 

 • EuroJackpot - enginn með 1. vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en fjórir miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og fær hver um sig rúmlega 54,4 milljónir í vinning.  Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn á Spáni og einn í Svíþjóð.  Það voru einnig fjórir vinningshafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 19 milljónir, einn miðinn var keyptur í Danmörku, einn í Þýskalandi og tveir í Króatíu.