Um okkur » Lottó 5/40 - úrslit 1. janúar
Til baka í listaLottó 5/40 - úrslit 1. janúar
Fréttir
Fyrsti lottómilljónamæringur ársins 2011 hefur litið dagsins ljós. Þessi stálheppni miðaeigandi keypti miðann sinn hjá N1 á Þingeyri og var hann einn með allar fimm tölurnar réttar og hlýtur hann rúmar 24 milljónir í vinning. Fjórir voru með 4 réttar tölur auk bónustölu og hlýtur hver um sig rúmar 153 þúsund krónur. Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur.