Um okkur » Breytingar á Getraunaleiknum

Til baka í listaBreytingar á Getraunaleiknum
Fréttir

Í ágúst verða gerðar nokkrar breytingar á Getraunaleiknum sem tipparar munu verða varir við. Í fyrsta lagi verður vinnningshlutfallið aukið úr 46% í 65%. Það þýðir að vinningsupphæðir munu hækka verulega og má búast við að fyrsti vinningur fyrir 13 rétta fari úr 38 milljónum í rúmar 70 milljónir. Lágmarksupphæð útgreiddra vinninga mun hækka úr 170 krónum í 255 krónur sem þýðir fleiri yfirfærslur og þannig fleiri risapotta. Á enska seðlinum verður einnig tryggt að ef einn tippari er með 13 rétta, þá fær hann að lágmarki 10 milljónir sænskar króna í vinning, sem er í dag um 170 milljónir íslenskra króna.Breytingin mun taka gildi um miðjan ágúst þegar enski boltinn rúllar aftur af stað.