Um okkur » Hár stuðull á Hauka

Til baka í listaHár stuðull á Hauka
Fréttir
Nýliðar Hauka sækja KR-inga heim í Frostaskjólið í kvöld í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Stuðullinn 16 á sigur Hauka hefur vakið athygli tippara og margir sem virðast vera tilbúnir til að tippa á sigur Hauka í þessum leik. Sprakk kerfið hjá Getraunum um tíma þegar vinningsupphæðin náði hámarki sem innibyggt er í kerfið. Búið er að tvöfalda hámarkið og reikna starfsmenn Getrauna með að það dugi til að leikurinn haldist opinn fram til 19.10.