Um okkur » Ævintýraferð í Kolaportið skilaði milljónum

Til baka í listaÆvintýraferð í Kolaportið skilaði milljónum
FréttirHinir lukkulegu vinningshafar sem keyptu miða í Kolaportinu sl. laugardag og unnu rúmlega 10,5 milljónir á hann eru búnir vitja vinningsins.   Þetta eru hjón á besta aldri en konan hafði kíkt í  ævintýraferð í Kolaportið með barnabörnin og ákvað að kaupa sér nokkrar Lottóraðir en þau segjast kaupa sér miða eftir efnum og aðstæðum hverju sinni.  Aðstæður hafa nú aldeilis breyst hjá þeim enda áttu þau bágt með að trúa þessari heppni og líta björtum augum til framtíðar.