Um okkur » 1. vinningur til Íslands

Til baka í lista1. vinningur til Íslands
FréttirÞrír heppnir Víkingalottóspilarar skiptu með sér potti kvöldsins og fékk hver um sig 44.601. 000 krónur. Miðarnir voru seldir í Noregi, Finnlandi og hér á Íslandi. Miðinn hér á landi var nánar tiltekið seldur í Skeljungi við Skagabraut á Akranesi sl.  laugardag og er   vinningsmiðinn 10 raða sjálfvalsmiði með Jóker.  Þetta er í 16. skipti sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands en þann 11. nóvember á síðasta ári vann heppin fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 107 milljónir.  Við óskum þessum heppna vinningshafa innilega til hamingju og biðjum alla sem leið áttu um Skeljung á Akranesi síðastliðinn laugardag og versluðu sér Víkingalottómiða að skoða miðann sinn vel.