Um okkur » Lottó 5/40 - úrslit 16. janúar

Til baka í listaLottó 5/40 - úrslit 16. janúar
Fréttir
Það voru tveir heppnir miðaeigendur sem skiptu á milli sín 1. vinningi að þessu sinni og fær hvor um sig rúmlega 2. 5 milljónir í sinn hlut. Annar þeirra keypti miðann sinn í N1 við Skógarsel í Reykjavík en hinn í Videómarkaðnum í Kópavogi.   Það voru líka tveir sem skiptu á milli sín bónusvinningnum og hlýtur hvor um sig rúmlega 105 þúsund krónur.  Annar miðinn var keyptur í Olís við Esjubraut á Akranesi en hinn er í áskrift.   Fjórir miðar voru með fjórar réttar tölur - í réttri röð í Jóker, einn var seldur í Skalla við Hraunbæ í Reykjavík, annar í Grillhöllinni við Kirkjustétt í Reykjavík, sá þriðji í Olís í Fellabæ á Egilsstöðum og sá fjórði er í áskrift.