Um okkur » Víkingalottó - úrslit 13. janúar

Til baka í listaVíkingalottó - úrslit 13. janúar
Fréttir
Tveir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 1. vinningi vikunnar og fær hvor um sig rétt tæplega 65 milljónir í sinn hlut.   Annar þeirra keypti miðann sinn í Finnlandi og hinn í Noregi.  Fimm miðaeigendur sem voru svo heppnir að taka Jókerinn með, voru með fjórar réttar  tölur - í réttri röð og fá hundrað þúsund kall hver í vinning.   Þeir keyptu miðana sína á eftirtöldum stöðum;  Hyrnunni, Borgarnesi - Söluturninum Grundarstíg, Reykjavík - Olís, Ólafsfirði - Happahúsinu Kringlunni og einn er með tölurnar sínar í áskrift.