Um okkur » Frestanir leikja

Til baka í listaFrestanir leikja
Fréttir

Vegna óveðurs sem geysar á Bretlandseyjum hefur fjölda knattspyrnuleikja þar í landi verið frestað. Það hefur áhrif bæði á Lengjuna og á Enska getraunaseðilinn næstkomandi laugardag. Reglan er sú í Lengjunni að tveir leikjanna í samsetningu verða að fara fram, annars er samsetningin á miðanum endurgreidd. Undantekningin er ef eini leikurinn sem eftir stendur er stakur, þá gilda úrslit hans.Alls hefur 8 af 13 leikjum á Enska seðlinum verið frestað. Það þýðir að kastað verður upp á úrslit leikjanna samkvæmt ákveðnum reglum. Í pottinn fara 16 kúlur merktar 1 X og 2. Fjöldi tákna sem fara í pottinn ræðst af sérfræðingaspá frá 10 sænskum blaðamönnum. Sem dæmi má nefna að ef allir 10 blaðamennirnir spá því að tákn leiks verði 1 þá fara tíu kúlur merktar 1 í pottinn. Síðan fara tvær aukakúlur merktar 1, tvær kúlur merktar X og tvær kúlur merktar 2 þar sem auðvitað þarf að gera ráð fyrir óvæntum úrslitum. Hægt er að sjá hér á síðunni undir Tölfræði/Prentefni/Enski/Evrópu seðillinn hvernig táknin skiptast. Einnig er hægt að sjá skiptinguna á Textavarpinu á síðu 381. Kastað verður upp á úrslitin í Svíþjóð, rétt áður en leikirnir hefjast og verða táknin komin hér inn á síðuna og á Textavarpið fljótlega þar á eftir.