Um okkur » Tveir nýjir Lottómilljónamæringar

Til baka í listaTveir nýjir Lottómilljónamæringar
Fréttir
Í gær komu tveir heppnir nýjir Lottómilljónamæringar til Íslenskrar getspár með Lottómiða sem gáfu hvor um sig rúmlega 30 milljónir í vinning. Annar er öryrki á fertugsaldri sem hefur verulega skerta starfsorku og hefur ekki lengur getu til að vera á vinnumarkaðinum. Hann hafði boðið móðir sinni á rúntinn í Vesturbænum og þegar þau keyrðu Ægissíðuna ákvað hann að koma þar við í N1 og kaupa fimm 10 raða Lottómiða.  Hann vissi sem var að hann væri hvort eð er að styrkja gott málefni og auðvitað væri smá von um vinning.