Um okkur » Vá! 80 milljónir og 20 aðrar

Til baka í listaVá! 80 milljónir og 20 aðrar
Fréttir

Stórliðin lentu í erfiðleikum um síðustu helgi og þá hikstuðu tipparar. Engum tippara tókst að ná 13 réttum á laugardagsseðlinum, hvorki á Íslandi, Danmörku, né Svíþjóð. Fyrsti vinningur fyrir 13 rétta verður því um 80 milljónir króna. Það væri ekki amalegt að smá fá dýfu í þann pott. Það er einnig RISA-RISA pottur á Miðvikudagsseðlinum og verður fyrsti vinningur um 20 milljónir króna. Vegna yfirfalls frá Miðvikudagsseðlinum í síðustu viku og þess að engum tippara tókst að ná 13 réttum nú færast um 15 milljónir króna í 1. vinning og verður hann freistandi.