Um okkur » TVEIR MEÐ 1. VINNING!

Til baka í listaTVEIR MEÐ 1. VINNING!
Fréttir
Tveir heppnir Lottóspilarar skiptu með sér fyrsta vinningi í kvöld og fá þeir rúmar 30 milljónir hvor í sinn hlut. Þeir keyptu miðana sína á N1við Ægissíðu í Reykjavík og Samkaup Strax á Flúðum. Sex voru með 4 rétta og bónustölu og fengu rúmlega 160 þúsund hver og voru miðarnir keyptir á eftirtöldum stöðum: Select á Vesturlandsvegi, Samkaup Úrval á Selfossi, N1 Lækjargötu í Hafnarfirði, Kúlunni á Réttarholtsvegi, Olís Langatanga í Mosfellsbæ og einn miði er í áskrift. Auk þess voru tólf miðar með fjóra réttar tölur, í réttri röð í Jókernum.