Um okkur » Röðin í Getraunum hækkar

Til baka í listaRöðin í Getraunum hækkar
Fréttir
Íslenskar getraunir hafa neyðst til að hækka röðina í Getraunum úr 12 krónum í 15 krónur. Hækkunin tók gildi á mánudag. Ástæðan er nú sem fyrr óstöðugt gengi íslensku krónunnar gagnvart sænsku krónunni. Samstarf okkar við Svenska Spel felur það meðal annars í sér að vinningsupphæðir eru reiknaðar út samkvæmt gengi á sænsku krónunni og því verða Getraunir að selja röðina á því verði sem sænska krónan kostar.