Um okkur » RISAPOTTUR - 70 MILLJÓNIR

Til baka í listaRISAPOTTUR - 70 MILLJÓNIR
FréttirAftur fáum við risapott í getraunum og er ástæðan núna að tipparar voru á skotskónum síðasta laugardag og svo margir voru með 10 rétta að vinningurinn náði ekki lágmarksupphæð. Því var hann ekki greiddur út og bætist við fyrsta vinning Enska seðilsins á laugardaginn. Búast má við að fyrsti vinningur verði um 70 milljónir króna. Það er því til mikils að vinna næsta laugardag og nú tippa allir á enska seðilinn.