Um okkur » Vinningshafinn fundinn

Til baka í listaVinningshafinn fundinn
Fréttir
Vinningshafinn í Lottó 5/40 síðasta laugardag hafði samband við Íslenska getspá í gær,. Það voru hjón í Hafnarfirði sem voru svo heppin að eiga eina miðann sem var með allar tölurnar réttar og voru því rúmlega 8 milljónum króna ríkari. Þau fengu gest í heimsókn á miðvikudag sem hafði séð frétt frá Íslenskri getspá um að vinningshafa væri leitað svo hjónin skoðuðu miðann sinn og voru svo sannarlega í skýjunum með að hafa vinningsmiðann undir höndum. Íslensk getspá óskar vinningshöfunum innilega til hamingju með vinninginn.