Um okkur » Hækkun á verði getraunaraðar

Til baka í listaHækkun á verði getraunaraðar
Fréttir
Íslenskar getraunir neyðast til að hækka verð á hverri röð í getraunum úr 12 krónum í 17 krónur frá og með 1. desember næstkomandi. Ástæða þessa er að vinningsupphæðir á Íslandi eru reiknaðar út í sænskum krónum. Slæm staða íslensku krónunnar gagnvart þeirri sænsku hefur gert það að verkum að sænska krónan hefur farið úr tæplega 10 krónum í rúmar 17 krónur frá áramótum.