Um okkur » Leitað að fjórða vinningshafanum

Til baka í listaLeitað að fjórða vinningshafanum
Fréttir
og var mjög ánægður með fréttirnar þegar að hann fékk hringingu frá Íslenskri getspá með að hann hefði unnið á áskriftarmiðann sinn sem hann hefur lengi haft. Annar heppinn sem keypti sinn miða á lotto. is hafði ætlað að kaupa sér miða í Víkingalottóinu á miðvikudag en valdi óvart að kaupa miða í laugardagslottóinu og hafði heldur betur heppnina með sér. Einnig var vinningsmiði seldur í Þristinum við Seljabraut í Breiðholti og fór sá vinningur til fjölskyldu sem er búsett í Breiðholti. Íslensk getspá leitar enn að vinningshafanum sem keypti miðann sinn í Shell við Suðurströnd á Seltjarnarnesi seinnipartinn á laugardaginn og hvetjum við alla sem keyptu sér miða þar að fara vel yfir miðann sinn því þar gætu leynst rúmar tvær milljónir sem koma sér örugglega vel á þessum tímum.

"