Um okkur » Lýst eftir fjórða vinningshafanum

Til baka í listaLýst eftir fjórða vinningshafanum
Fréttir

Það er ekki oft sem að fjórir vinningshafar deila með sér fyrsta vinningi í Lottó en það gerðist síðasta laugardag þegar fyrsti vinningur í tvöföldum potti skiptist á milli fjögurra aðila og fékk hver um sig rúmlega 2 milljónir króna. Einn af þeim heppnu er nýbúinn að klára nám erlendis, nýfluttur heim, og var mjög ánægður með fréttirnar þegar að hann fékk hringingu frá Íslenskri getspá með að hann hefði unnið á áskriftarmiðann sinn sem hann hefur lengi haft. Annar heppinn sem keypti sinn miða á lotto.is hafði ætlað að kaupa sér miða í Víkingalottóinu á miðvikudag en valdi óvart að kaupa miða í laugardagslottóinu og hafði heldur betur heppnina með sér. Einnig var vinningsmiði seldur í Þristinum við Seljabraut í Breiðholti og fór sá vinningur til fjölskyldu sem er búsett í Breiðholti. Íslensk getspá leitar enn að vinningshafanum sem keypti miðann sinn í Shell við Suðurströnd á Seltjarnarnesi seinnipartinn á laugardaginn og hvetjum við alla sem keyptu sér miða þar að fara vel yfir miðann sinn því þar gætu leynst rúmar tvær milljónir sem koma sér örugglega vel á þessum tímum.