Um okkur » Heppinn áskrifandi vann!

Til baka í listaHeppinn áskrifandi vann!
Fréttir
Það var heppinn áskrifandi sem var einn með allar aðaltölurnar réttar í Laugardags Lottóinu og hlýtur hann hvorki meira né minna en 14.067. 740 krónur.  Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor um sig 120.270 krónur. Annar vinningsmiðinn var seldur í Siglósporti á Siglufirði, en hinn var í áskrift. Þá unnu 4 100 þúsund krónur í Jókernum auk fjölda smærri vinningshafa.