Um okkur » Lottó 5/40 - þrefaldur næsta laugardag

Til baka í listaLottó 5/40 - þrefaldur næsta laugardag
Fréttir
Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því þrefaldur næsta laugardag og stefnir í 13 milljónir. Einn miði var með fjórar réttar tölur auk bónustölu og hlýtur eigandi hans rúmlega 376 þúsund kr. í vinning.  Sá góði miði var seldur í Ábæ á Sauðárkróki.   Þrír miðaeigendur voru með 4 réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver um sig 100 þúsund kall.  Einn þeirra keypti miðann sinn í Brautarnesti í Keflavík en hinir tveir eru með tölurnar sínar í áskrift og fá því ánægjulega símhringingu eftir helgina frá starfsmanni Getspár.