Um okkur » Lottómilljónamæringar

Til baka í listaLottómilljónamæringar
FréttirÞað voru heppin hjón í Fellahverfinu í Breiðholti sem unnu stóra Lottóvinning helgarinnar. Þau eru frá Tælandi og eiga 3 börn. Vinningshafinn er íslenskur ríkisborgari og búin að búa hér í 10 ár og maður hennar í 5 ár. Þau spila reglulega í Lottó og Víkingalottó og keyptu miðann 12. ágúst sem er mæðradagur í Tælandi og afmælisdagur drottningar, tölurnar voru  sjálfval og svo skemmtilega vill til að  talan 12 var ein af vinningstölunum.  Hjónin hafa bæði stundað meira en eina vinnu til að ná endum saman svo það er nokkuð víst að peningarnir koma að góðum notum.