Um okkur » 13 réttir

Til baka í lista13 réttir
Fréttir
Hún varð steinhissa stúlkan sem hringt var í til að tilkynna henni að hún hefði verið með 13 rétta á getraunaseðlinum í síðustu viku og ríflega 700.000 krónum ríkari. Ástæðan var sú að stúlkan ætlaði að kaupa sér Víkingalottó á netinu en ákvað að prófa að tippa á einn getraunaseðil líka að gamni sínu. Niðurstaðan varð 13 réttir og væn upphæð í veskið. Þess má geta að stúlkan hafði enga tölu rétta í Víkingalottóinu.