Um okkur » Lottó 5/40 - tvöfaldur næsta laugardag !

Til baka í listaLottó 5/40 - tvöfaldur næsta laugardag !
Fréttir
Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og er potturinn því tvöfaldur næsta laugardag.   Bónusvinningurinn skiptist á fjóra vinningshafa en tveir þeirra keyptu miðana sína í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, einn í Skalla við Vesturlandsveg í Reykjavík og einn var með tölurnar sínar í áskrift.   Sex miðaeigendur fengu 100 þúsund kall í Jókernum, en þeir keyptu miðana sína í Texas við Veltusund í Reykjavík, Bónusvideó Grímsbæ, Reykjavík, Olísskálanum í Stykkishólmi og 3 eru með miðana sína í áskrift.  Alls hlutu 2931 miðaeigendur vinninga í útdrætti vikunnar - bæði stóra sem smáa.