Um okkur » Vinningshafinn ekki enn haft samband

Til baka í listaVinningshafinn ekki enn haft samband
FréttirÞað var heppinn áskrifandi að Lottó sem vann 29,3 milljónir í Lottóinu síðasta laugardag. Vinningshafinn hefur ekki enn gefið sig fram við Íslenska getspá og Getspá hefur ekki náð af vinningshafanum til að tilkynna honum um vinninginn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Getspá mun að sjálfsögðu halda áfram að ná sambandi við vinningshafann til að tilkynna honum gleðifréttirnar en sá heppni er karlamaður á aldrinum 55-60 ára búsettur á höfuðborgarsvæðinu og er með áskrift að Lottó. Það eru því líkur á að þessi heppni karlmaður sé ekki enn búinn að uppgötva að hann sé orðinn milljónamæringur en Lottótölurnar sem gáfu þennan góða vinning eru 2, 13, 24, 31 og 37.