Um okkur » Potturinn gekk út - 505 milljónir

Til baka í listaPotturinn gekk út - 505 milljónir
FréttirÞað var heppinn Dani sem fékk 6 réttar tölur í Víkingalottóinu í kvöld og þar sem ofurtalan var ein af tölunum 6 er upphæðin mjög há eða 505 milljónir, ekki amalegt það. En það var einnig heppinn Íslendingur sem er með Víkingalottó í áskrift sem var með 5 tölur réttar og bónustöluna og fékk því íslenska bónuspottinn og er nú orðinn 8,5 milljónum ríkari, en allir Lottóvinningar hér á landi eru skattfrjálsir.