Um okkur » Breyting á áskriftartímabili

Til baka í listaBreyting á áskriftartímabili
Fréttir

Hér eftir munum við senda boðgreiðslur vegna áskrifta í fyrstu viku hvers mánaðar og nýtt áskriftartímabil mun taka gildi í annarri viku mánaðar.
Á þær áskriftir sem hafa annan gildistíma munum við nú senda boðgreiðslu fyrir ógreidda útdrætti fram að fyrsta útdrætti í júní. Ekki er um neinn aukakostnað að ræða og verða áskrifendur með í öllum þeim útdráttum sem greitt er fyrir.
Boðgreiðsla mun alltaf vera gerð á sama tíma mánaðar og alltaf fyrir fjóra útdrætti í senn.  Ef viðkomandi mánuður hefur fimm útdrætti er sá útdráttur frír en alls eru fjórir fríi útdrættir á ári.