Um okkur » Vikinglotto - enginn með 1. vinning

Til baka í listaVikinglotto - enginn með 1. vinning
Vikinglotto-fréttir

Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna og er upphæð 1. vinnings komin vel yfir milljarð sem flyst yfir til næstu viku.  Fimm miðar skiptu með sér hinum alíslenska 3. vinningi, hver um sig að upphæð rúmlega 676 þúsund krónur.  Einn miðinn er í áskrift en aðrir voru keyptir á N1 við Stórahjalla í Kópavogi.  

 

Fjórir voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, voru þeir keyptir á eftirtöldum stöðum; Olís í Borgarnesi, N1 við Kringlumýrarbraut í Reykjavík, Kvikk við Skagabraut á Akranesi og einn er í áskrift.