Um okkur » Potturinn verður sexfaldur næst!

Til baka í listaPotturinn verður sexfaldur næst!
Lottó-fréttir

Það verður sexfaldur pottur í næstu viku þar sem enginn var með allar tölur réttar í Lottó í kvöld. Þrír miðahafar voru með bónusvinninginn og hlýtur hver rúmlega 408 þúsund krónur í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir á lottó APPINU en sá þriðji hér á heimasíðu okkar, lotto.is.

Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og gekk 1. vinningur því ekki út en níu miðahafar voru með 2. vinninginn. Hver þeirra fær 100 þúsund krónur fyrir en fjórir miðanna voru keyptir hér á lotto.is, þrír voru í áskrift, einn var keyptur í Happahúsinu og annar í Hamraborg Ísafirði.