Um okkur » Vikinglotto - 1. og 2. vinningur til Noregs

Til baka í listaVikinglotto - 1. og 2. vinningur til Noregs
Vikinglotto-fréttir

Norðmenn eru sigurvegarar vikunnar í Vikinglotto en þeir náðu að landa bæði 1. og 2. vinningi en 1. vinningur kom óskiptur á einn miða og hlýtur stálheppinn eigandi hans rúmlega milljarð í vinning.  Tveir miðar skiptu með sér 2. vinningi og hljóta eigendur þeirra rúmlega 16,4 milljónir í vinning.  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út og skiptist hann í tvennt, annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur á heimasíðunni okkar, lotto.is.  Fær hvor um sig 4,8 milljónir í vinning.  

Þrír voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, einn miðinn var keyptur í Olís á Akranesi, annar í Kvikk við Vesturlandsveg í Reykjavík og sá þriðji í Lottó-Appinu.