Um okkur » Af leigumarkaði yfir í eigið húsnæði

Til baka í listaAf leigumarkaði yfir í eigið húsnæði
Lottó-fréttir

Vinningshafinn sem vann rúmar 41,8 skattfrjálsar milljónir í fjórfalda Lottó-pottinum um síðustu helgi hefur nú heimsótt höfuðstöðvar Íslenskrar getspár. Lukkumiðann keypti hann í Lottóappinu, 10 raða sjálfvalsmiða. 

Vinningshafinn, þriggja barna fjölskyldumaður á höfuðborgarsvæðinu, sagðist hreinlega hafa skolfið á beinunum þegar hann fór inn í appið um kvöldið og sá þar hvernig appið hefði merkt við fimm réttar tölur í einni röðinni. Tilfinningin hafi verið ólýsanleg en jafnframt gott að vita af vinningsmiðanum á öruggum stað þarna í appinu. Vinningurinn er þeim hjónum mjög kærkominn og sjá þau loksins fram á að komast af leigumarkaðnum yfir í eigið húsnæði, nokkuð sem þau höfðu látið sig dreyma um lengi.

En það voru fleiri heppnir í Lottóinu um síðustu helgi. Einn miðaeigandi, kona á þrítugsaldri, var nefnilega með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fékk því 2 milljónir í vinning. Hafði hún einnig keypt miðann sinn í gegnum Lottó appið. Tveir voru svo með bónusvinninginn og fengu þeir rúmar 282 þúsund krónur í vinning hvor.  

Íslensk getspá óskar öllum vinningshöfunum innilega til hamingju og þakkar þeim og öllum öðrum lottóspilurum fyrir stuðninginn við eignaraðila Getspár sem eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Ungmennafélag Íslands, sá stuðningur skiptir miklu máli.