Um okkur » Tveir með 1. vinning í Jóker og fjórfaldur pottur næst

Til baka í listaTveir með 1. vinning í Jóker og fjórfaldur pottur næst
Lottó-fréttir

Það verður fjórfaldur pottur næsta laugardag í Lottó þar sem engin var með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Fjórir miðahafar fá bónusvinninginn og hljóta rúmlega 154 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Lottó appinu, Vídeómarkaðnum í Hamraborg, N1 Stórahjalla og Holtanesi í Hafnarfirði.

Tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hreppa því hvor 1. vinning. Annar miðanna var keyptur hér á lotto.is en hinn á N1 Gagnvegi og hlýtur hvor miðahafi 2 milljónir króna í sinn hlut. Þá voru hvorki fleiri né færri en tíu miðahafar með 2. vinning í Jóker og vinna 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup Smáralind, Krambúð Firði, N1 Ísafirði, N1 Fossvogi, tveir hér á lotto.is, Skeifunni söluturni í Grindavík, AK-INN Akureyri og voru tveir í áskrift að Lottó.