Um okkur » Vikinglotto - enginn með 1. vinning

Til baka í listaVikinglotto - enginn með 1. vinning
Vikinglotto-fréttir

Enginn var með 1. vinning vikunnar og flytjast rétt tæplega 3,6 milljarðar yfir á pott næstu viku.  Einn heppinn norðmaður var með 2. vinning og fær hann rúmlega 35,4 milljónir í vasann.  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út og nam hann rúmlega 2 milljónum, miðinn var keyptur á lotto.is. Fimm skiptu með sér 4. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 100 þúsund kall í vinning.  

Fimm miðaeigendur fengu 2. vinning í Jóker sem hljóðar upp á 100 þúsund kall, einn miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík, einn í Kjörbúðinni á Þórshöfn, tveir á lotto.is og einn er í áskrift.