Um okkur » EuroJackpot - tveir skiptu með sér 2. vinningi

Til baka í listaEuroJackpot - tveir skiptu með sér 2. vinningi
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með allar aðaltölur og báðar stjörnutölunar réttar í útdrætti vikunnar og flytjast því rúmir 5,6 milljarðar yfir til næstu viku.  Tveir skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor um sig rúmlega 141 milljón króna, annar miðinn var keyptur í Þýskalandi en hinn í Tékklandi.  Alls níu miðaeigendur skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 11 milljónir, fimm miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir á Spáni, einn í Danmörku og einn í Noregi.