Um okkur » EuroJackpot - úrslit 8. maí - Íslendingur með 4. vinning!

Til baka í listaEuroJackpot - úrslit 8. maí - Íslendingur með 4. vinning!
EuroJackpot-fréttir

Einn heppinn miðahafi var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld. Vinningsmiðinn var keyptur í Svíþjóð og hlýtur vinningshafinn rétt tæplega 2,1 milljarð íslenskra króna. Fjórir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 74 milljónir króna, miðarnir voru keyptir í Slovakíu, Tékklandi og tveir í Þýskalandi. Átta skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmlega 13 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Tékklandi, Slóveníu, Svíþjóð, Póllandi, Finnlandi og þrír í Þýskalandi. Fjörutíu og sex skipta svo með sér 4. vinningi og þar á meðal er einn heppinn Íslendingur sem fær rúmlega 763 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn góði var keyptur á heimasíðu okkar lotto.is.

Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hvor í vinning. Annar miðinn var keyptur á heimasíðu okkar lotto.is og hinn miðinn var keyptur í Lottó-appinu.
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 3.126.