Um okkur » Vikinglotto - 3. vinningur til Dalvíkur

Til baka í listaVikinglotto - 3. vinningur til Dalvíkur
Vikinglotto-fréttir

Fyrsti vinningur gekk ekki út þessa vikuna en hins vegar gekk 2. vinningur út og fór hann, óskiptur á einn miða, til Finnlands.  Hlýtur eigandi þessa happamiða rúmlega 37,3 milljónir í vinning.  Einn var með al-íslenska 3. vinninginn og hlýtur sá heppni rúmlega 1,8 milljón, vinningsmiðinn var keyptur í Olís á Dalvík.

Heppinn áskrifandi var með allar Jókertölurnar í réttri röð og hlýtur því 1. vinning sem er 2 milljónir.  Fimm spilarar voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund króna vinning hver, miðana keyptu þeir á eftirtöldum stöðum; 10-11 Laugavegi 116, Reykjavík, Olís við Álfheima í Reykjavík, einn er með miðann sinn í áskrift, einn keypti á lotto.is og einn í Appinu.

Nánari úrslit