Um okkur » Þrír nýir milljónamæringar undir þrítugu

Til baka í listaÞrír nýir milljónamæringar undir þrítugu
Fréttir

Þrír íslenskir karlmenn á þrítugsaldri hafa orðið milljónamæringar á síðustu dögum með stórum vinningum í Lottó og EuroJackpot. Einn þeirra er Seyðfirðingur sem hreppti þriðja vinning í EuroJackpot, um 7,5 milljónir króna, sem hann sagði aðspurður að myndu koma sér vel núna meðan glímt er við afleiðingar aurskriðunnar miklu sem varð í þorpinu í lok síðasta árs.

Hinir tveir skiptu með sér fyrsta vinningi í Lottó og fengu rúmar 5 milljónir hvor. Annar þeirra býr fyrir norðan og var búinn að sjá vinninginn í Lottóappinu þegar haft var samband við hann. Hinn býr fyrir sunnan og var sannfærður um að vinir hans væru að gera grín í honum þegar Íslensk getspá hringdi. Sá hafði verið með tölurnar í áskrift í heilt ár en var einmitt að kaupa sína fyrstu íbúð á dögunum þannig að vinningurinn hefði varla getað komið á betri tíma!

Íslensk getspá óskar öllum vinningshöfunum innilega til hamingju og þakkar þeim og öllum öðrum lottóspilurum fyrir stuðninginn við eignaraðila Getspár sem eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Ungmennafélag Íslands, sá stuðningur skiptir miklu máli.