Um okkur » Vikinglotto breytingar

Til baka í listaVikinglotto breytingar
Vikinglotto-fréttir

Við kynnum nú ákveðnar breytingar á þessum vinsæla leik sem við spilum með hinum Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Belgíu og Slóveníu. Markmiðið með breytingunum er að fyrsti vinningur gangi oftar út.
 
Hverjar eru breytingarnar?
Breytingin, sem tekur gildi frá og með útdrættinum þann 9. júní, er mjög einföld: Víkingatölunum, sem voru átta talsins (1-8), fækkar um þrjár, þannig að aðeins tölurnar frá 1 og upp í 5 eru nú í boði.
Með því að fækka Víkingatölum úr átta í fimm aukast líkur á fyrsta vinningi, þeim stóra, og mun hann því líklegast ganga oftar út í kjölfarið.
Samhliða þessum breytingum verður verð raðar í Vikinglotto leiðrétt með tilliti til gengisþróunar vegna alþjóðlega samstarfsins og fer verð hverrar raðar því úr 100 kr. í 110 kr. frá og með deginum í dag, 3. júní.