Um okkur » Lottó - Áskrifandi með 1. vinning

Til baka í listaLottó - Áskrifandi með 1. vinning
Lottó-fréttir

Heppinn áskrifandi var einn með 1. vinning í útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúmlega 9,7 milljónir króna. Þrír miðahafar skiptu bónusvinningnum á milli sín og fær hver þeirra tæplega 143 þúsund krónur í sinn hlut.

Tveir miðanna voru í áskrift og einn var keyptur í Videómarkaðnum, Hamraborg, Kópavogi. Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Húsavík, einn í áskrift og þrír á Lotto.is og einn í Lotto-appinu.