Um okkur » Víkingar með 13 rétta og vinna 5,7 milljónir

Til baka í listaVíkingar með 13 rétta og vinna 5,7 milljónir
Getrauna-fréttir

Húskerfi Víkinga í getraunum fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardaginn og fá Víkingar 5.7 milljónir króna í vinning.
Húskerfi Víkinga er öflugasta húskerfið á landinu en mörg íþróttafélög hafa gripið til þess að vera með húskerfi, sér í lagi þegar Covid kom í veg fyrir að félagsmenn gætu hist á laugardögum og tippað.
„ Það hefur aðeins verið tregt hjá okkur í vinningasöfnun, en þá ákváðum við að heita á knattspyrnudeildina þannig að ef húskerfið myndi slá í gegn á laugardaginn með 13 rétta þá myndum við láta 10% af vinningsupphæðinni renna til knattspyrnudeildarinnar og það gekk eftir“ sagði Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings og umsjónarmaður með húskerfi félagsins. Knattspyrnudeildin fær því 570 þúsund krónur í sinn hlut af vinningsupphæðinni, auk sölulauna og áheita frá Íslenskum getraunum.