Um okkur » EuroJackpot - úrslit 8. apríl
Til baka í listaEuroJackpot - úrslit 8. apríl
EuroJackpot-fréttir
Fimm miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 47 milljónir króna í vinning, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; tveir í Ungverjalandi, tveir í Þýskalandi og einn í Finnlandi. Þá voru sjö miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rétt tæplega 19 milljónir í vinning, þeir miðar voru keyptir í; Danmörku, tveir í Slóveníu og fjórir í Þýskalandi. Sautján miðaeigendur skiptu síðan með sér 4. vinningi, þar á meðal einn Íslendingur sem keypti miðann sinn í Appinu, fær hver þeirra tæplega 1300 þúsund í vinning. 1. vinningur gekk ekki út að þessu sinni.
Einn var með fjórar réttar tölur og í réttri röð í Jóker og fær hann 100 þúsund kall, miðinn er í áskrift.