Um okkur » Sex saman með 2 milljónir í getraunum

Til baka í listaSex saman með 2 milljónir í getraunum
Getrauna-fréttir

Þeir voru sex saman félagarnir sem tippuðu á enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag. Niðurstaðan var 13 réttir og rúmar 2 milljónir króna í vinning. Tippararnir tippuðu á kerfisseðil, svokallað sparnaðarkerfi, þar sem þeir tvítryggðu tíu leiki og settu eitt merki á þrjá leiki. Alls var seðillinn 128 raðir og kostaði 1.792 krónur. Líkurnar á að þetta kerfi gefi 13 rétta þegar öll merkin eru rétt eru 12.5%.
„Þetta var svona óskaseðill þar sem við settum merkin á leikina eins og við vildum að leikirnir færu“ sagði einn af tippurunum kampakátur þegar haft var samband við hann í dag og honum tilkynnt um vinninginn. Tipparinn styður Þrótt í Reykjavík.