Um okkur » Úrslit í Vikinglottó 13. apríl

Til baka í listaÚrslit í Vikinglottó 13. apríl
Vikinglotto-fréttir

Enginn var með 1. vinning þessa vikuna og verður potturinn í næstu viku því tvöfaldur. Einn var með 2. vinning og fær sá heppni rétt tæpar 37 milljónir króna, miðinn var keyptur í Noregi. Al-íslenski 3. vinningurinn gekk einnig út og var það viðskiptavinur í Appinu sem átti miðann góða og fær rúmlega 5 milljónir króna.

Enginn var með fimm réttar Jókertölur í réttri röð en þrír miðaeigendur voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur á lotto.is.